Ísold.is

Navigation Menu

Brettarekkar SUPERBUILD

VRN: .

SUPERBUILD brettarekkar fyrir vöruhús

SUPERBUILD brettarekkarnir eru samtengjanlegir við UNIBUILD þungavörurekkana og eru hannaðir til að fullnægja öllum kröfum um brettarekka með burðarþoli frá miðlungsþyngd og uppi í mestu mögulegu þyngdir. SUPERBUILD brettarekkarnir eru fáanlegir með burðargetu frá 7,5 upp í 15 tonn.

Lokuð hönnun á SUPERBUILD uppistöðunum myndar sterkari einingar heldur en þær, sem gerðar eru úr opnum „C“ prófílum frá öðrum framleiðendum. Gaflarnir (2 stk. uppistöður, stífingar og fótplötur) eru framleiddir úr hágæða stáli, viðurkenndu, spennuþolnu, heitgalvaniseruðu (meðferð SENDZIMIR), sem tryggir langann endingartíma. Allir samsetningahlutirnir eru framleiddir úr spennuþolnu stáli, viðurkenndu samkvæmt staðli EN 10204 3.1B.                              

Bitarnir eru framleiddir úr fjórfaldri kanntþykkt sem tryggir hámarks þol fyrir mikilli burðargetu. Raufarnar ofan á bitanum eru m.a. notaðar til þess að staðsetja stálhillur fyrir þungavöru, þverbita fyrir pallettur og tunnustoppara fyrir vörur án pallettna.

Soðni bitinn er með fimm festingum hvorum megin, þar af  þrjár festingar sem vinna með spennu sem myndast og tvær festingar vinna með þrýsting, þannig að tengingin við uppistöðuna verður mun betri og eykur burðarþolið. Stillingarmöguleiki bitans er (+/-) 50 mm sem býður upp á bestu mögulegu nýtingu á rýminu á milli bitana.

Bitarnir eru málaðir í gulum lit RAL 1004 (staðlaður litur) samkvæmt eftirfarandi lýsingu:

  • • Heitur þvottur sem minnkar fosfat í formeðferð
  • • Bitarnir eru dufthúðaðir
  • • Bitarnir eru meðhöndlaðir í blásturofni við 240°C hita

Hönnun mismunandi íhluta brettarekkanna eru byggðir á ströngum tæknilegum prófunum og mikilli sérþekkingu sem hefur þróast á löngum tíma  í framleiðslu á stáleiningum. Þessi mikla reynsla hefur gert METALSISTEM mögulegt að bjóða nýjar vörur í hæsta gæðaflokki, samkeppnishæfar, ásamt því að bjóða hátæknilausnir þar sem þörf er á bestu mögulegu lausnum í brettarekkum, eins og t.d. fljótleg samsetning, stöðugleiki, lágur kostnaður og burðargeta.

METALSISTEM varð fyrst fyrirtækja í framleiðslu brettarekka til þess að bjóða viðskiptavinum sínum
CE viðurkenningu fyrir alla íhluti sem notaðir eru í brettarekkanna

Sjá bækling hér